Hvernig skólatösku á ég að velja fyrir barnið mitt? – skilaboð frá iðjuþjálfum Þóra Leósdóttir skrifar 11. ágúst 2022 13:01 Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun