„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 11:00 Af hliðarlínunni og í myndverið. Arnar Daði Arnarsson er genginn til liðs við Seinni bylgjuna. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira