Formúla 1

Lewis Hamilton svekktur yfir því að hafa þurft að hafna hlutverki í Top Gun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Hamilton fékk draumahlutverkið í Top Gun 2 en varð að hafna því.
Lewis Hamilton fékk draumahlutverkið í Top Gun 2 en varð að hafna því. Getty/Dan Mullan/

Formúlukappinn Lewis Hamilton átti möguleika á því að leika í nýju Top Gun kvikmyndinni hans Tom Cruise og var búinn að segja já.

Ekkert varð því að því að Hamilton léki í myndinni af því að hann þurfti að hafna tækifærinu þegar það kom í ljós að upptökur færu fram inn á formúlu eitt tímabilinu.

Hamilton átti að leika einn af orustuflugmönnunum í þessu framhaldi af Top Gun myndinni sem sló í gegn árið 1986.

Hamilton segir að þetta hafi verið mest svekkjandi ákvörðun sem hann hefur þurft að taka. Hann ræddi þetta í viðtali við Vanity Fair blaðið.

Hamilton og Tom Cruise urðu vinir þegar Hollywood stjarnan bauð heimsmeistaranum á tökustað myndarinnar Edge of Tomorrow árið 2014.

Hamilton hélt mikið upp á Top Gun myndina á sínum tíma og ætlaði sér alltaf að vera orystuflugmaður þegar hann var lítill.

Hann stóðst ekki freistinguna um að spyrja Cruise um hlutverk í myndinni þegar hann frétti að ný mynd væri í bígerð.

Cruise sagði já en því miður fyrir Lewis og kannski aðdáendur hans þá varð hann að hafna því vegna þess að hann var á miðju formúlutímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×