Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2022 10:00 Shawn Kemp, eða Reign Man eins og hann var kallaður, var einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á 10. áratug síðustu aldar. getty/Focus Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA. Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA.
Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira