Lífið

Tinna­bk og Gói Sportrönd eignuðust dóttur

Elísabet Hanna skrifar
Parið tók á móti lítilli stúlku í heiminn.
Parið tók á móti lítilli stúlku í heiminn. Skjáskot/Instagram

Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson, betur þekkt sem Tinna­bk og Gói Sportrönd, eru orðin fimm manna fjölskylda eftir að hafa tekið á móti dóttur sinni. „Þarf alltaf að vera grín?“ gaf út þátt daginn áður en daman mætti í heiminn.

Hjartað fullt af ást

„Elsku litla stelpan okkar kom í heiminn 02.08.2022 kl: 08:42. 14,5 merkur og 53 cm, alveg eins og stóri bróðir var. Ég sem hélt ég gæti ekki mögulega elskað meira en svo kemur hún og hjartað yfirflæðir,“ sagði Tinna í tilkynningunni. 

Sami setti dagur

Þau tilkynntu um óléttuna með orðunum: „Þau verða þrjú í ágúst! Allir á heimilinu eru að springa úr hamingju yfir litla barninu í mömmu bumbu. Krílið var ekkert að flækja þetta og valdi sér sama setta dag og stóri bróðir 08.08,“ sagði Tinna. Systkinin enduðu þó ekki með sama afmælisdaginn og völdu hvorugt að nýta sér setta daginn. 


Tengdar fréttir

Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra.

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger eignuðust aðra stúlku

Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans Katherine Schwarzenegger tóku á móti sinni annarri dóttur um helgina. Stúlkan hefur fengið nafnið Eloise Christina Schwarzenegger Pratt en saman eiga þau fyrir Lylu Mariu sem fæddist í ágúst árið 2020.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.