Lífið

Steindi í vand­ræðum með avóka­dóið: Æsi­­spennandi loka­þáttur af Ís­­skápa­stríði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lokaþátturinn fer fram á Stöð 2 í kvöld.
Lokaþátturinn fer fram á Stöð 2 í kvöld. Stöð 2

Æsispennandi lokaþáttur af Ísskápastríði fer fram klukkan 18.50 í kvöld. Til leiks mæta Steindi Jr. og Siggi Gunnars.

Keppendum til halds og trausts verða Eva Laufey og Gummi Ben. Dómararnir eru engir aðrir en Siggi Hall og Hrefna Sætran.

Eins og sjá má í stiklunni hér að neðan virðist Steindi í töluverðum vandræðum með að skera avókadóið. Dómararnir hrista hausinn og Gummi Ben spyr einfaldlega hvað Steindi sé að pæla.

Fimmta þáttaröðin af Ísskápastríði hóf göngu sína á Stöð 2 í sumar og er lokaþátturinn sá áttundi í seríunni. 

Keppnin fer þannig fram að keppendur velja sér ísskáp sem ýmist inniheldur hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga að matreiða á fyrir fram ákveðnum tíma. 

Lokaþátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld en alla þættina má einnig nálgast á Stöð 2+.


Tengdar fréttir

„Mjög grimm örlög“

Hjónin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona og Jón Þór Hauksson knattspyrnuþjálfari mættust í Ísskápastríði hjá Evu Laufeyju og Gumma Ben. Í þessum viðburðaríka þætti kom meðal annars í ljós að hjónin hafa ólíkan smekk á mat.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.