Íslenska liðið mætti vel stemmt til leiks og leiddi með tveimur mörkum í leikhléi, 11-9.
Stelpunum óx ásmegin eftir því sem leið á og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 22-17. Hreint út sagt frábær byrjun á mótinu en Svartfjallaland og Alsír eru einnig í riðli Íslands.
Elín Klara Þorkelsdóttir og Lilja Ágústsdóttir voru atkvæðamestar í markaskorun Íslands í dag með fimm mörk hvor. Ethel Gyða átti góðan leik í marki Íslands með fjórtán varin skot.
Ísland mætir Svartfjallalandi á morgun en þær unnu stórsigur á Alsír í dag, 38-16.