Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 28. júlí 2022 09:01 Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Kynferðisofbeldi Ferðalög Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun