Lífið

Miss Universe Iceland: Eltir drauma sína sama hvað öðrum finnst

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hrafnhildur Haraldsdóttir er Miss East Reykjavík.
Hrafnhildur Haraldsdóttir er Miss East Reykjavík. Arnór Trausti

Hrafnhildur Haraldsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss East Reykjavík. Hrafnhildur elskar sushi og pizzu, lítur mikið upp til afa sinna og stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Hún segir keppnina meðal annars hafa aukið sjálfstraustið og er stolt af því að elta drauma sína óháð áliti annarra.

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?

Það sem vakti minn áhuga á þessari keppni er að hún snýst alls ekki bara um fegurð. Hún hjálpar manni að fá meira sjálfstraust og líða vel með sjálfan sig. Einnig lærir maður svo sjúklega mikið af því að fara í þessa keppni.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?

Ég er búin að læra helling af þessari keppni. Til dæmis að vera ófeiminn við að stíga fram og tala fyrir framan fólk og líða vel með sjálfan sig.

Arnór Trausti

Hvað borðar þú í morgunmat?

Það sem ég fæ mér í morgunmat er vanalega hafragrautur með eplum og kanil eða ristað brauð með því áleggi sem er til í ísskápnum heima.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

Uppáhaldsmaturinn minn er klárlega sushi eða meat and cheese á Dominos.

Hvað ertu að hlusta á?

Ég hlusta mest á Abba eða mjög sorglega tónlist.

Hver er uppáhalds bókin þín?

Uppáhalds bókin mín er Nótt sem er Nóbelsverðlaunabók um seinni heimsstyrjöldina.

Hver er þín fyrirmynd í lífinu?

Mínar helstu fyrirmyndir eru klárlega báðir afa mínir sem hafa alltaf hvatt mig til að fylgja draumunum mínum og eru alltaf til staðar fyrir mig. 

Svo auðvitað frænka mín hún Katrín Björk sem sýnir mér á hverjum degi hversu sterk og dugleg hún er og vil ég vera í framtíðinni með sama hugarfar og hún.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Úff í raun ekkert eitthvað ákveðið atvik sem er neyðarlegast.

Hverju ertu stoltust af?

Ég hugsa að ég sé stoltust af því að fylgja alltaf draumunum mínum sama hvað öðrum finnst um mig.

Hver er þinn helsti ótti?

Minn helsti ótti er að missa mína nánustu fjölskyldumeðlimi og svo auðvitað köngulær og kanínur.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?

Eftir fimm ár verð ég vonandi komin í læknisfræðina og er að standa mig vel í því sem ég geri og auðvitað vera hamingjusöm.

Hvaða lag tekur þú í karókí?

Mitt go to lag er alltaf I want it that way og When I was your man.


Tengdar fréttir

Miss Universe Iceland: Gerði þau mistök að gefa dúfu franska kartöflu

Sunna Dögg Jónsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Western Iceland. Sunna er enginn nýgræðingur í fegurðarsamkeppnunum og hefur keppt áður í slíkum bæði hérlendis og erlendis. Hún lifir fyrir líðandi stund en setur sér þó markmið og stefnir á að ljúka mastersgráðu í lögfræði í framtíðinni.

Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“

Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni.

Miss Universe Iceland: Vill auka sjálfstraustið með því að keppa

Þorbjörg Kristinsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Grafarholt. Með þátttöku sinni vill hún verða sterkari einstaklingur og hefur nú þegar kynnst mörgum frábærum stelpum að eigin sögn. Þorbjörg hefur verið að þjálfa fótbolta síðastliðið ár og stefnir á kennaranám í Háskóla Íslands í haust.

Miss Universe Iceland: Stefnir á pólitík í framtíðinni

Karen Ósk Kjartansdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Midnight Sun. Karen er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og lítur upp til foreldra sinna fyrir að gefast ekki upp á markmiðum sínum og draumum. Hún stefnir á pólítík í framtíðinni og segir innri manneskju fólks alltaf skipta mestu máli.

Ætlar ekki að leyfa sjúkdómnum að stoppa sig

Alexandra Andreyeva Tomasdottir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár en með keppninni langaði hana meðal annars að komast út úr þægindarammanum. Alexöndru langar að ljúka háskólagráðu í lífeindafræði og fara erlendis í framhaldsnám og þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ýmsum hindrunum á undanförnum árum tekst hún á við hlutina með jákvæðninni.

Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni

Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann.

Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu

Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti.

Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag

Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar.

„Mig hefur langað að taka þátt frá því að ég var lítil“

Erika Bjarkadóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akranes. Erika elskar lasagne sem mamma hennar býr til, hlustar mikið á hip hop og sér sig fyrir sér í ferðamálafræði í framtíðinni. Hún segir keppnisferlið hafa aukið sjálfstraustið og kennt sér að elska sjálfa sig.

MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.