Fúll vegna spurningar blaðamanns: „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 15:00 Cameron Smith með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Getty/Stuart Franklin Ástralinn Cameron Smith var að mestu kampakátur, eins og gefur að skilja, eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Ein spurninganna á blaðamannafundi fór þó augljóslega í taugarnar á honum. Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira