Nýtt ár á nýja vinnumarkaðnum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. júlí 2022 08:02 Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun