Með hland fyrir hjartanu Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 29. júní 2022 08:30 Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði. Ég mótmælti þessu harðlega á þingi á sínum tíma og lagði til aðrar breytingar sem myndu uppfylla þessi markmið. Á það var ekki hlustað. Lilja Rafney hafði öll tögl og haldir á þessum tíma sem formaður Atvinnuveganefndar og meðreiðarsvein sinn Kolbein Óttar Proppé. Ég gat ekki samþykkt þetta því ég sá strax að A svæðið myndi sópa mestu upp áður en fiskgengdin næði inn á svæði B, C og D. Það kostar um 500 þús kall að flytja bát á milli svæða og ég sá í hendi mér að margir myndu nýta sér þann kost að færa hreinlega bátinn á A svæðið frekar en sjá fram á gjaldþrot. Enda hefur bátum þar fjölgað. Það átti að taka þetta nýja kerfi út eftir fyrstu vertíð. Það var ekki gert enda útséð um að niðurstöðurnar hefðu orðið algjört hneyksli. Og flestir stjórnmálamenn reyna sitt besta að forðast hneyksli til að ná endurkjöri. Það voru allir sammála um að bæta mætti við pottinn á A svæðinu. Það var greinilegt að A svæðið var ekki að fá nógu mikið af fiski miðað við fjölda báta og nálægð við miðin. En þessi útfærsla árið 2018 gerði það að verkum að A svæðið er að fá allt of mikið miðað við hin svæðin. Ég birti hér tölur frá Oddi Örvari Magnússyni með hans leyfi þar sem hann sýnir svart á hvítu hvernig skiptingin er með tölum frá Fiskistofu, í kerfi þar sem kvótinn er á landsvísu en bátarnir lokaðir á svæði. Strandveiðar 2022 - Veiði eftir svæðum. Afli samkvæmt tölum Fiskistofu.Oddur Örvar Magnússon Þetta þýðir líka að ólympísku veiðarnar eru enn við lýði, þær eru bara á landsvísu í stað innan svæða. Og ójafnræði milli svæða vegna fiskgengdar. Það er öllum augljóst. Nýliðun hefur verið sama og engin frá 2018. Hver sér framtíð í algjörri óvissu og óréttlæti? Þetta kerfi frá 2018 hefur því hvorki uppfyllt markmiðin sem lagt var upp með. Og ég hef reynst sannspá um að veruleg hætta er á að potturinn (já kvótinn) er búinn fyrir vertíðarlok.Og þá er sett stopp á allar strandveiðar. Strandveiðikerfið virkar þannig að það er aflamark ofan á sóknarmark. Sóknarmarkið er matreitt sem 48 dagar á hvern bát. En aflamarkið er ákveðið með reglugerð sem birtist oftast ekki fyrr en kortér í vertíð. Undanfarin ár hefur aflamarkið verið um 9-11þúsund tonn. Og þegar þau eru komin á land, þá eru veiðarnar stöðvaðar. Vertíðin nær frá 1.maí til loka ágústs. Fleiri takmarkanir eru á strandveiðum. Það er bannað að veiða á rauðum dögum, föstudögum. Aflamark á hverjum róðri. Tímamörk á hverjum róðri. Hver róður telur um leið og þú ferð úr höfn, sama hvort bilar, veður breytist og þú siglir beint í land aftur. Það eru fleiri takmarkanir, þetta eru aðeins nokkur dæmi. Belti, axlabönd og hengingaról. Ég ét hatt minn ef útgerðarmenn í stóra kvótakerfinu sættu sig við svona vinnubrögð, þessar takmarkanir og bönn. Þó er mun meiri ástæða til að setja takmarkanir á stóru skipin því veiðigetan er svo mikil og þau fá að toga svo nálægt landi að það er grátlegt. Og þau fá að fara yfir kvótaþakið. Og fá sex ár til að lagfæra þau lögbrot. Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón. Stórútgerðirnar eru búnar að kaupa upp litla kvótakerfið og fá úthlutað byggðakvóta í þokkabót. Strandveiðar eru handfæraveiðar. Mjög takmörkuð veiðigeta sem ræðst af veðri og vindum. Engin hætta á ofveiði. Umhverfisvænustu veiðarnar okkar. Landssamband smábátasjómanna hefur reiknað að meðalverð afla af róðri handfærabáts er 375 þús krónur. Af þessu er greiddur skattur, útsvar, viðskipti á fiskmarkaði, afleidd störf í bæjum og byggðum landsins. Það er pláss fyrir alla, smáa sem stóra. En það verður að vera réttlát skipting. Fyrirsjáanleiki er enginn í strandveiðinni því lög og reglugerðir um strandveiðar eru aldrei tekin fyrir fyrr en í mars eða apríl. Það er með vilja gert svo enginn tími gefist til að ræða þetta, hvorki í Atvinnuveganefnd, á Alþingi eða í samfélaginu almennt. Það er augljóst að þetta er gróf mismunun, það er ráðist á þá sem minnstan skaða gera á sjávarútvegsauðlindinni. Krafa strandveiðimanna er 48 dagar á bát án stöðvunarheimildar. Þetta er hófleg krafa. Þá er kominn einhver fyrirsjáanleiki, komið í veg fyrir ólympískar veiðar og aðstæður til nýliðunar. Þegar þetta er skrifað er um 70% strandveiðiaflans þegar kominn á land og eystra B svæði og C svæði varla byrjuð að fiska. Svörtustu spár sýna að veiðarnar verða stöðvaðar um 20. júlí, þær björtustu um 10 ágúst. Og nú bíður fólk eftir því hvort bætt verði við strandveiðikvótann eður ei. Því við fáum aldrei að vita neitt fyrr en á síðustu stundu. Það er svo grátlegt að það þarf svo litlar breytingar til að allir verði sáttir. En það hentar SFS og jakkafatahernum svo vel að strandveiðifólki sé sigað hverju upp á móti öðru. Og að við séum sífellt með hland fyrir hjartanu. Höfundur er varaformaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði. Ég mótmælti þessu harðlega á þingi á sínum tíma og lagði til aðrar breytingar sem myndu uppfylla þessi markmið. Á það var ekki hlustað. Lilja Rafney hafði öll tögl og haldir á þessum tíma sem formaður Atvinnuveganefndar og meðreiðarsvein sinn Kolbein Óttar Proppé. Ég gat ekki samþykkt þetta því ég sá strax að A svæðið myndi sópa mestu upp áður en fiskgengdin næði inn á svæði B, C og D. Það kostar um 500 þús kall að flytja bát á milli svæða og ég sá í hendi mér að margir myndu nýta sér þann kost að færa hreinlega bátinn á A svæðið frekar en sjá fram á gjaldþrot. Enda hefur bátum þar fjölgað. Það átti að taka þetta nýja kerfi út eftir fyrstu vertíð. Það var ekki gert enda útséð um að niðurstöðurnar hefðu orðið algjört hneyksli. Og flestir stjórnmálamenn reyna sitt besta að forðast hneyksli til að ná endurkjöri. Það voru allir sammála um að bæta mætti við pottinn á A svæðinu. Það var greinilegt að A svæðið var ekki að fá nógu mikið af fiski miðað við fjölda báta og nálægð við miðin. En þessi útfærsla árið 2018 gerði það að verkum að A svæðið er að fá allt of mikið miðað við hin svæðin. Ég birti hér tölur frá Oddi Örvari Magnússyni með hans leyfi þar sem hann sýnir svart á hvítu hvernig skiptingin er með tölum frá Fiskistofu, í kerfi þar sem kvótinn er á landsvísu en bátarnir lokaðir á svæði. Strandveiðar 2022 - Veiði eftir svæðum. Afli samkvæmt tölum Fiskistofu.Oddur Örvar Magnússon Þetta þýðir líka að ólympísku veiðarnar eru enn við lýði, þær eru bara á landsvísu í stað innan svæða. Og ójafnræði milli svæða vegna fiskgengdar. Það er öllum augljóst. Nýliðun hefur verið sama og engin frá 2018. Hver sér framtíð í algjörri óvissu og óréttlæti? Þetta kerfi frá 2018 hefur því hvorki uppfyllt markmiðin sem lagt var upp með. Og ég hef reynst sannspá um að veruleg hætta er á að potturinn (já kvótinn) er búinn fyrir vertíðarlok.Og þá er sett stopp á allar strandveiðar. Strandveiðikerfið virkar þannig að það er aflamark ofan á sóknarmark. Sóknarmarkið er matreitt sem 48 dagar á hvern bát. En aflamarkið er ákveðið með reglugerð sem birtist oftast ekki fyrr en kortér í vertíð. Undanfarin ár hefur aflamarkið verið um 9-11þúsund tonn. Og þegar þau eru komin á land, þá eru veiðarnar stöðvaðar. Vertíðin nær frá 1.maí til loka ágústs. Fleiri takmarkanir eru á strandveiðum. Það er bannað að veiða á rauðum dögum, föstudögum. Aflamark á hverjum róðri. Tímamörk á hverjum róðri. Hver róður telur um leið og þú ferð úr höfn, sama hvort bilar, veður breytist og þú siglir beint í land aftur. Það eru fleiri takmarkanir, þetta eru aðeins nokkur dæmi. Belti, axlabönd og hengingaról. Ég ét hatt minn ef útgerðarmenn í stóra kvótakerfinu sættu sig við svona vinnubrögð, þessar takmarkanir og bönn. Þó er mun meiri ástæða til að setja takmarkanir á stóru skipin því veiðigetan er svo mikil og þau fá að toga svo nálægt landi að það er grátlegt. Og þau fá að fara yfir kvótaþakið. Og fá sex ár til að lagfæra þau lögbrot. Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón. Stórútgerðirnar eru búnar að kaupa upp litla kvótakerfið og fá úthlutað byggðakvóta í þokkabót. Strandveiðar eru handfæraveiðar. Mjög takmörkuð veiðigeta sem ræðst af veðri og vindum. Engin hætta á ofveiði. Umhverfisvænustu veiðarnar okkar. Landssamband smábátasjómanna hefur reiknað að meðalverð afla af róðri handfærabáts er 375 þús krónur. Af þessu er greiddur skattur, útsvar, viðskipti á fiskmarkaði, afleidd störf í bæjum og byggðum landsins. Það er pláss fyrir alla, smáa sem stóra. En það verður að vera réttlát skipting. Fyrirsjáanleiki er enginn í strandveiðinni því lög og reglugerðir um strandveiðar eru aldrei tekin fyrir fyrr en í mars eða apríl. Það er með vilja gert svo enginn tími gefist til að ræða þetta, hvorki í Atvinnuveganefnd, á Alþingi eða í samfélaginu almennt. Það er augljóst að þetta er gróf mismunun, það er ráðist á þá sem minnstan skaða gera á sjávarútvegsauðlindinni. Krafa strandveiðimanna er 48 dagar á bát án stöðvunarheimildar. Þetta er hófleg krafa. Þá er kominn einhver fyrirsjáanleiki, komið í veg fyrir ólympískar veiðar og aðstæður til nýliðunar. Þegar þetta er skrifað er um 70% strandveiðiaflans þegar kominn á land og eystra B svæði og C svæði varla byrjuð að fiska. Svörtustu spár sýna að veiðarnar verða stöðvaðar um 20. júlí, þær björtustu um 10 ágúst. Og nú bíður fólk eftir því hvort bætt verði við strandveiðikvótann eður ei. Því við fáum aldrei að vita neitt fyrr en á síðustu stundu. Það er svo grátlegt að það þarf svo litlar breytingar til að allir verði sáttir. En það hentar SFS og jakkafatahernum svo vel að strandveiðifólki sé sigað hverju upp á móti öðru. Og að við séum sífellt með hland fyrir hjartanu. Höfundur er varaformaður Strandveiðifélags Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun