Körfubolti

Deildarmeistararnir styrkja sig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjölniskonur fagna deildarmeistaratitlinum.
Fjölniskonur fagna deildarmeistaratitlinum. Vísir/Bára Dröfn

Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við austurrísku körfuknattleikskonuna Simone Sill um að leika með liðinu á komandi leiktíð i Subway-deild kvenna í körfubolta.

Sill kemur til liðsins frá Capitol Bascats Düsseldorf í þýskalandi, en hún er 23 ára framherji sem á að baki einn leik fyrir austurríska landsliðið.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Fjölnis, en liðið varð deildarmeistari í Subway-deild kvenna á seinasta tímabili. Liðið féll þó úr leik í undanúrslitum gegn verðandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×