Körfubolti

ÍR-ingar fá argentínskan Þórsara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luciano Massarelli gengur til liðs við ÍR.
Luciano Massarelli gengur til liðs við ÍR. Vísir/Bára Dröfn

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Luciano Massarelli um að leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Massarelli kemur til liðsins frá Þór Þorlákshöfn.

Hann er því annar leikmaðurinn sem ÍR-ingar fá til liðsins frá Þórsurum, en áður hafði Ragnar Örn Bragason fært sig frá Þorlákshöfn yfir í Breiðholtið. Ragnar er uppalinn ÍR-ingur.

Massarelli lék stórt hlutverk í liði Þórsara á seinasta tímabili þar sem hann skilaði að meðaltali 16 stigum, fjórum fráköstum og fimm stoðsendingum í leik. Með liðinu hafnaði hann í öðru sæti Subway-deildarinnar, ásamt því að liðið komst í bikarúrslit.

„Ég er virkilega glaður að skrifa aftur undir á Íslandi. Mér líkar landið og fólkið þar vel,“ sagði Massarelli í tilkynningu ÍR-inga.

„Ég er spenntur að hefja nýjan kafla á ferli mínum með ÍR. Þeir eru með góða blöndu af reynslu og ungum og spennandi leikmönnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×