Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 10:00 Böðvar Guðjónsson hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar KR undanfarin ár. Stöð 2 „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira