Handbolti

Landin tryggði Kiel brons í víta­kast­keppni

Atli Arason skrifar
Niklas Landin fékk aðeins eitt mark á sig í vítakeppninni.
Niklas Landin fékk aðeins eitt mark á sig í vítakeppninni.

Kiel lagði Veszprém, 37-35, í Lanxess höllinni í Köln í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Leikurinn var jafn heilt yfir en Veszprém var með yfirhöndina í upphafi og leiddi eftir fyrri hálfleik, 14-18.

Veszprém hélt áfram að leiða í síðari hálfleik en Kiel jafnaði leikinn og komst einu marki yfir þegar skammt var eftir af leiknum. Veszprém jafnaði þó leikinn með síðasta marki venjulegs leiktíma og staðan var jöfn, 34-34. Því þurfti að fara í vítakast keppni.

Þar reyndist Niklas Landin vera hetja Kiel þar sem hann varði tvær af fjórum tilraunum Veszprém á meðan sú þriðja fór í stöngina. Kiel skoraði hins vegar úr þremur af fjórum tilraunum og því þurfti ekki að taka fimmta vítið, þar sem Kiel vann vítakeppnina 3-1 og fær bronsið að verðlaunum.

Úrslitaleikurinn sjálfur milli Barcelona og Kielce hefst svo klukkan 16.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.