Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 11:30 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. Sá síðarnefndi er nýkrýndur Þýskalandsmeistari og gæti einnig orðið markakóngur. HSÍ Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp. Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik