Hafið og hringrásarhagkerfið Freyr Eyjólfsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun