Hafið og hringrásarhagkerfið Freyr Eyjólfsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun