Hafið og hringrásarhagkerfið Freyr Eyjólfsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun