Of stór biti í háls Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2022 07:00 Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Utanríkismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar