Körfubolti

Isa­bella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isabella Ósk í leik með Breiðabliki. Hún er nú komin alla leið til Ástralíu.
Isabella Ósk í leik með Breiðabliki. Hún er nú komin alla leið til Ástralíu. Vísir/Bára Dröfn

Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil.

Isabella Ósk var í byrjunarliði í dag og lét til sína taka á báðum endum vallarins. Hún skoraði 12 stig, tók 8 fráköst, stal þremur boltum, gaf eina stoðsendingu og varði eitt skot.

Eftir sigur dagsins er S-A Panthers sem fyrr á toppi deildarinnar þegar níu umferðum er lokið. Liðið hefur unnið átta leiki og tapað aðeins einum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.