Handbolti

Þjálfari Þýska­land­smeistara Mag­deburg þakkar föður sínum og Al­freð Gísla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg.
Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg. Ronny Hartmann/Getty Images

Magdeburg varð í gær Þýskalandsmeistari eftir fimm marka sigur á Balingen-Weistetten. Bennet Wiegert, þjálfari liðsins, nefnir Alfreð Gíslason sem aðra af fyrirmyndum sínum.

Alls litu tólf íslensk mörk dagsins ljós er Magdeburg tryggði sér titilinn. Gerðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sex mörk hvor í leiknum og titillinn í höfn þó enn séu nokkrar umferðir þangað til tímabilinu lýkur í þýsku úrvalsdeildinni.

Hinn fertugi Wiegert á mikið hrós skilið fyrir árangur sinn með Magdeburg lék með liðinu er það varð síðast meistari, árið 2001 undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Hann tók svo við þjálfun liðsins árið 2015 eftir að Geir Sveinsson var látinn fara sem þjálfari liðsins.

Bennet hefur sagt að þekkingu sína á handbolta hafi hann fengið annars vegar frá föður sínum, Ingolf Wiegert, sem var einn af lykilmönnum þýska landsliðsins á sínum tíma og svo frá Alfreð Gíslasyni er hann þjálfaði Magdeburg.

Líkt og árið 2001 var það hægri skytta frá Íslandi sem stýrði sóknarleik liðsins í ár. Þá var það Ólafur Stefánsson en nú er það Ómar Ingi Magnússon.

Handbolti.is greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×