Handbolti

Skjern jafnar einvígið gegn GOG

Atli Arason skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk ekki úr miklu að moða í tapinu gegn Skjern í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk ekki úr miklu að moða í tapinu gegn Skjern í dag. Sanjin Strukic/Getty Images

Skjern vann GOG 30-27 í öðru einvígi liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Með sigrinum jafnar Skjern einvígi liðanna í 1-1 en Skjern var 15-12 yfir í hálfleik og leiddi allan síðari hálfleikinn.

Viktor Gísli Hallgrímsson fékk ekki mikinn leiktíma í kvöld en honum tókst ekki að verja neitt af þeim fjórum skotum sem hann fékk á sig í leiknum.

Næsti leikur liðanna er næsta föstudag, á heimavelli GOG.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.