„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 16:02 Martin Hermannsson fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar hann meiddist. Stöð 2 Sport „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16