Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 09:16 Martin féll til jarðar og hélt um vinstra hnéð. Stöð 2 Sport Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01
Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti