Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 1. júní 2022 15:01 Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar