Ósakhæfur = eilífðar fangelsi? Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 16:01 Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun