Handbolti

Ómar frábær þegar Magdeburg fór langt með að tryggja titilinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon
Ómar Ingi Magnússon

Kraftaverk þarf til að koma í veg fyrir að Íslendingalið Magdeburg vinni þýsku úrvalsdeildina í handbolta.

Ómar Ingi Magnússon var allt í öllu þegar liðið vann tíu marka sigur á Hamburg í dag, 32-22. 

Ómar var markahæsti maður vallarins með tólf mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom einnig við sögu í liði Magdeburg og gerði tvö mörk.

Magdeburg hefur átta stiga forystu á Kiel sem á eftir að leika fjóra leiki en Magdeburg á eftir að leika þrjá leiki. Magdeburg hefur betra markahlutfall en Kiel ofan á allt og allt útlit fyrir að Magdeburg muni vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti síðan árið 2001.

Á sama tíma í Danmörku átti Viktor Gísli Hallgrímsson stórleik og varði nítján skot þegar GOG lagði Skanderborg 32-28 í úrslitakeppninni.

Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg sem vann tveggja marka sigur á Skjern, 29-27.

Í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Danmörku mætast því GOG og Skjern annars vegar og Álaborg og Bjerringbro/Silkeborg hinsvegar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.