Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Indriði Stefánsson skrifar 19. maí 2022 14:01 Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun