Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir skrifa 18. maí 2022 08:30 Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar