200 ára hlutleysi kastað á glæ Guttormur Þorsteinsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar