Aðdráttarafl Patreks hafði mikið að segja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 12:30 Predator augnablik hjá Hergeiri Grímssyni og Patreki Jóhannessyni í kynningarmyndbandi Stjörnunnar. stjarnan Hergeir Grímsson segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar frá Selfossi en ein sú stærsta sé tækifærið að vinna aftur með Patreki Jóhannessyni. „Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
„Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira