Handbolti

Hergeir til Stjörnunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hergeir í leik með Selfyssingum á sínum tíma.
Hergeir í leik með Selfyssingum á sínum tíma. Vísir/Daníel Þór

Hergeir Grímsson hefur samið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Stjarnan greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

„Hergeir hefur spilað undanfarin ár með Selfossi og verður það mikill liðsstyrkur að fá hann í okkar félag,“ segir í yfirlýsingu Garðbæinga.

„Hergeir er metnaðarfullur leikmaður sem kemur til með að lyfta öllum upp með sér. Við erum einstaklega stolt af því að loksins geta sagt ykkur frá nýjasta leikmanninum og hlökkum mikið til þess að vinna með Hergeiri á komandi tímabilum,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari meistaraflokks karla.

Stjarnan féll úr leik í úrslitakeppni Olís deildarinnar í 8-liða úrslitum gegn ÍBV. Selfoss fór skör lengra en liðið féll úr leik gegn Haukum í undanúrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.