Handbolti

Aron og félagar nálgast undanúrslitin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar eru komnir með annan fótinn í undanúrslit.
Aron Pálmarsson og félagar eru komnir með annan fótinn í undanúrslit. EPA-EFE/Tamas Vasvari

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan fjögurra marka sigur, 38-34, er liðið tók á móti Mors-Thy í danska handboltanum í dag. Sigurinn lyfti liðinu aftur í toppsæti riðilsins og eitt stig í viðbót kemur liðinu í undanúrslit um danska meistaratitilinn.

Heimamenn í Álaborg tóku forystuna snemma leiks og náðu fljótt fjögurra marka forskoti. Liðið hélt áfram og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 21-15.

Aron og félagar náðu svo mest átta marka forskoti í síðari hálfleik og þrátt fyrir að gestirnir hafi náð að minnka muninn í þrjú mörk á einum tímapunkti var sigur þeirra aldrei í hættu.

Álaborg vann að lokum fjögurra marka sigur, 38-34. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir liðið og lagði upp önnur fjögur fyrir liðsfélaga sína. Álaborg er nú með átta stig í riðli tvö þegar tveir leikir eru eftir. Eitt stig í viðbót nægir þeim til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.