Innlent

Höfuð­stöðvar sam­einaðs sýslu­manns­em­bættis verði á lands­byggðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í haust.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í haust. Vísir/Vilhelm

Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í morgun. Þar segir að ráðherra hafi að undanförnu ferðast um landið til að kynna breytingarnar. Sagt var frá því fyrr á árinu að til stæði að sameina öll sýslumannsembættin og lýstu margir yfir óánægju með þá fyrirætlan, meðal annars stjórnarþingmaðurinn Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.

Sýslumannsembættin eru nú níu og verða samkvæmt frumvarpinu níu skrifstofur áfram starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og segir Jón að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið.

Jón segir ennfremur í samtali við blaðið að miklar breytingar hafi orðið á starfsemi sýslumannsembætta síðustu ár með auknum rafrænum samskiptum. Sú þróun muni halda áfram.


Tengdar fréttir

Orðið ó­þolandi að taka slag um sýslu­menn á tveggja ára fresti

Dóms­­mála­ráð­herra vill fækka em­bættum sýslu­manna sem nú eru níu og hafa einn sýslu­mann yfir landinu öllu. Bæjar­­stjóri Vest­manna­eyja leggst ein­­dregið gegn á­­formunum og efast um að lands­byggðar­þing­­menn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins.

Vill fækka sýslu­mönnum úr níu í einn

Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×