Meirihlutinn í Kópavogi fallinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 11. maí 2022 15:30 Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar