Lúxusvandamál eða gleymt hverfi Ásta Leonhards, Rakel Steinberg Sölvadóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifa 11. maí 2022 07:01 Á síðustu árum hefur Garðabær stækkað ört eða um tæp 5%. Fjölgunin er einna helst komin til með nýja vistvæna hverfinu í Urriðaholti sem nú er yngsta hverfið í Garðabæ. Fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið árið 2010 en sala fyrstu íbúða í fjölbýli hófst árið 2014 og í dag búa um 2700 íbúar í hverfinu. Það er hins vegar morgunljóst að innviðir hafa ekki fylgt þeim takti og í dag gengur hverfið undir nafninu “gleymda hverfið”. Okkar mikilvægi lærdómur er sá að við uppbyggingu á nýjum hverfum er ekki nóg að henda bara upp byggingum og gleyma þeirri staðreynd að þar mun búa fólk. Fólk á öllum aldri. Fólk með ólíkar þarfir. Fólk sem gerir ráð fyrir að sjálfsagðir hlutir eins og skólamál og samgöngur séu traustar. Þetta má ekki endurtaka sig þegar farið verður í uppbyggingu hverfa sem eru næst á dagskránni, þ.e. í landi Hnoðraholts og við Kumlamýri á Álftanesi. Skólamál Það eru um 700 börn á leik- og grunnskólaaldri í Urriðaholtinu, þar af eru um 400 þeirra á leikskólaaldri. Þetta er mikið fagnaðarefni í jafn spriklandi hverfi og raun ber vitni. Engu að síður er aðeins einum áfanga af þremur lokið við grunnskólann og leikskólinn sem ætlaður er 120 börnum er margsprunginn og hefur verið leitað á náðir hálfbyggðs grunnskóla með húsnæðiskost. Reddingarframkvæmdir eru rétt nýhafnar við tímabundinn leikskóla, gáma sem eiga að brúa bilið þar til “hinn eini sanni leikskóli” er fullbúinn. Samt hefur þetta verið raunveruleikinn til nokkurs tíma og foreldrar jafnvel þurft að koma börnum að í leikskóla fyrir utan hverfið. Sambærileg redding, gámakommúna hefur einnig verið sett upp við Vífilsstaði til að leysa vandann sem hefur skapast við sinnuleysi meirihlutans á kjörtímabilinu. Hátt hlutfall leikskólabarna í Urriðaholti hefur gert það að verkum að grunnskólinn hýsir nú tímabundið mun fleiri leikskólabörn á sama tíma og uppbygging skólans hefur tekið mun lengri tíma en gott þykir. Skólinn er sprunginn í báða enda og elsti árgangur hrökklast yfir í aðra skóla, í bæjarfélagi sem státar sig af valfrelsi í skólamálum. Barnafjölskyldur í Urriðaholti mega á hverjum degi líða fyrir það að sitjandi bæjarstjórn hafi ekki gripið boltann í tæka tíð og hraðað uppbyggingu innviða í hverfinu. Urriðaholtsskóli er framsækinn og öflugur skóli. Hann er sannarlega til fyrirmyndar þegar kemur að kröfum um fagmennsku starfsfólks og húsnæðis. Staðreyndin er sú að af þeim 15 börnum á efsta ári í Urriðaholtsskóla þá munu 13 þeirra ekki sækja skólann á komandi skólaári. Ber það merki um valfrelsi í skólamálum? Við í Viðreisn viljum styðja betur við vöxt og sjáanlega vaxtarverki skólans og bjóða unglingum í Urriðaholti raunverulegt val um að stunda nám við skólann sinn. Við þurfum ennfremur að byggja undir heilbrigt skólasamfélag þar sem ungmenni geta notið sín, eru stolt af og fá tækifæri til að byggja upp góða stemningu og jákvæða unglingamenningu við skólann sinn sem þau geta verið stolt af í sínu skólasamfélagi. Það ætlum við í Viðreisn að gera. Samgöngur Það tók meirihluta í bæjarstjórn eitt og hálft ár að skynja þennan raunveruleika sem blasað hefur við íbúum í mun lengri tíma. Engar strætósamgöngur inn í vistvæna hverfi Urriðaholtsins hafa íþyngt daglegri rútínu barnafjölskyldna verulega. Viðreisn fékk loksins samþykkta tillögu sína um bættar almenningssamgöngur í allra þágu; einu og hálfu ári eftir að hún var lögð fram. Það eru ekki bara almenningssamgöngur sem hafa setið á hakanum. Það er til að mynda bara ein leið inn og út úr hverfinu sem getur skapað mikið álag í þetta stóru samfélagi fyrir utan hvað þetta getur skapað mikla hættu. Aðgengi fyrir gangandi og hjólandi hefur einnig verið vanrækt að ekki sé talað um aðgengi fyrir fatlaða. Einstaklingar, börn og fullorðnir, verða að geta komist öruggir leiða sinna milli hverfa í Garðabæ. Í dag er fólk einangrað í Urriðaholti nema það hafi bíl eða geti látið sér nægja stopular strætóferðir. Urriðaholt er líka Garðabær - Gerum betur Það er morgunljóst að Sjálfstæðismönnum í Garðabæ hefur mistekist að halda utan um þá fólksfjölgun sveitarfélagsins svo vel sé. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að hraða uppbyggingu innviða til að mæta þörfum íbúa og að bjóða upp á góða þjónustu hefur lítið sem ekkert gerst. Sjálfstæðismenn telja þrátt fyrir þetta að vel hafi til tekist með uppbygginguna og hafa sjálfir sagt að það sem eftir sé teljist frekar sem “lúxusvandamál” en slök þjónusta og vanefndir. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum tryggja uppbyggingu innviða í Urriðaholti strax og að tryggja að reynslan skili sér til uppbyggingar nýrra hverfa í Garðabæ. Við erum sjö á lista Viðreisnar sem búum í Urriðaholti og finnum daglega á eigin skinni hvað hefur farið úrskeiðis, hvað þarf að laga og hvenær það verði gert. Þetta er svo ofureinfalt, vöndum til verka og gerum bara betur. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi er oddviti Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Rakel Steinberg Sölvadóttir frumkvöðull skipar 3.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Ásta Leonhards fjármálasérfræðingur skipar 7.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur Garðabær stækkað ört eða um tæp 5%. Fjölgunin er einna helst komin til með nýja vistvæna hverfinu í Urriðaholti sem nú er yngsta hverfið í Garðabæ. Fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið árið 2010 en sala fyrstu íbúða í fjölbýli hófst árið 2014 og í dag búa um 2700 íbúar í hverfinu. Það er hins vegar morgunljóst að innviðir hafa ekki fylgt þeim takti og í dag gengur hverfið undir nafninu “gleymda hverfið”. Okkar mikilvægi lærdómur er sá að við uppbyggingu á nýjum hverfum er ekki nóg að henda bara upp byggingum og gleyma þeirri staðreynd að þar mun búa fólk. Fólk á öllum aldri. Fólk með ólíkar þarfir. Fólk sem gerir ráð fyrir að sjálfsagðir hlutir eins og skólamál og samgöngur séu traustar. Þetta má ekki endurtaka sig þegar farið verður í uppbyggingu hverfa sem eru næst á dagskránni, þ.e. í landi Hnoðraholts og við Kumlamýri á Álftanesi. Skólamál Það eru um 700 börn á leik- og grunnskólaaldri í Urriðaholtinu, þar af eru um 400 þeirra á leikskólaaldri. Þetta er mikið fagnaðarefni í jafn spriklandi hverfi og raun ber vitni. Engu að síður er aðeins einum áfanga af þremur lokið við grunnskólann og leikskólinn sem ætlaður er 120 börnum er margsprunginn og hefur verið leitað á náðir hálfbyggðs grunnskóla með húsnæðiskost. Reddingarframkvæmdir eru rétt nýhafnar við tímabundinn leikskóla, gáma sem eiga að brúa bilið þar til “hinn eini sanni leikskóli” er fullbúinn. Samt hefur þetta verið raunveruleikinn til nokkurs tíma og foreldrar jafnvel þurft að koma börnum að í leikskóla fyrir utan hverfið. Sambærileg redding, gámakommúna hefur einnig verið sett upp við Vífilsstaði til að leysa vandann sem hefur skapast við sinnuleysi meirihlutans á kjörtímabilinu. Hátt hlutfall leikskólabarna í Urriðaholti hefur gert það að verkum að grunnskólinn hýsir nú tímabundið mun fleiri leikskólabörn á sama tíma og uppbygging skólans hefur tekið mun lengri tíma en gott þykir. Skólinn er sprunginn í báða enda og elsti árgangur hrökklast yfir í aðra skóla, í bæjarfélagi sem státar sig af valfrelsi í skólamálum. Barnafjölskyldur í Urriðaholti mega á hverjum degi líða fyrir það að sitjandi bæjarstjórn hafi ekki gripið boltann í tæka tíð og hraðað uppbyggingu innviða í hverfinu. Urriðaholtsskóli er framsækinn og öflugur skóli. Hann er sannarlega til fyrirmyndar þegar kemur að kröfum um fagmennsku starfsfólks og húsnæðis. Staðreyndin er sú að af þeim 15 börnum á efsta ári í Urriðaholtsskóla þá munu 13 þeirra ekki sækja skólann á komandi skólaári. Ber það merki um valfrelsi í skólamálum? Við í Viðreisn viljum styðja betur við vöxt og sjáanlega vaxtarverki skólans og bjóða unglingum í Urriðaholti raunverulegt val um að stunda nám við skólann sinn. Við þurfum ennfremur að byggja undir heilbrigt skólasamfélag þar sem ungmenni geta notið sín, eru stolt af og fá tækifæri til að byggja upp góða stemningu og jákvæða unglingamenningu við skólann sinn sem þau geta verið stolt af í sínu skólasamfélagi. Það ætlum við í Viðreisn að gera. Samgöngur Það tók meirihluta í bæjarstjórn eitt og hálft ár að skynja þennan raunveruleika sem blasað hefur við íbúum í mun lengri tíma. Engar strætósamgöngur inn í vistvæna hverfi Urriðaholtsins hafa íþyngt daglegri rútínu barnafjölskyldna verulega. Viðreisn fékk loksins samþykkta tillögu sína um bættar almenningssamgöngur í allra þágu; einu og hálfu ári eftir að hún var lögð fram. Það eru ekki bara almenningssamgöngur sem hafa setið á hakanum. Það er til að mynda bara ein leið inn og út úr hverfinu sem getur skapað mikið álag í þetta stóru samfélagi fyrir utan hvað þetta getur skapað mikla hættu. Aðgengi fyrir gangandi og hjólandi hefur einnig verið vanrækt að ekki sé talað um aðgengi fyrir fatlaða. Einstaklingar, börn og fullorðnir, verða að geta komist öruggir leiða sinna milli hverfa í Garðabæ. Í dag er fólk einangrað í Urriðaholti nema það hafi bíl eða geti látið sér nægja stopular strætóferðir. Urriðaholt er líka Garðabær - Gerum betur Það er morgunljóst að Sjálfstæðismönnum í Garðabæ hefur mistekist að halda utan um þá fólksfjölgun sveitarfélagsins svo vel sé. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að hraða uppbyggingu innviða til að mæta þörfum íbúa og að bjóða upp á góða þjónustu hefur lítið sem ekkert gerst. Sjálfstæðismenn telja þrátt fyrir þetta að vel hafi til tekist með uppbygginguna og hafa sjálfir sagt að það sem eftir sé teljist frekar sem “lúxusvandamál” en slök þjónusta og vanefndir. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum tryggja uppbyggingu innviða í Urriðaholti strax og að tryggja að reynslan skili sér til uppbyggingar nýrra hverfa í Garðabæ. Við erum sjö á lista Viðreisnar sem búum í Urriðaholti og finnum daglega á eigin skinni hvað hefur farið úrskeiðis, hvað þarf að laga og hvenær það verði gert. Þetta er svo ofureinfalt, vöndum til verka og gerum bara betur. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi er oddviti Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Rakel Steinberg Sölvadóttir frumkvöðull skipar 3.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Ásta Leonhards fjármálasérfræðingur skipar 7.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar