Skoðun

Sjaldan launar kálfur……

Reynir Heiðar Antonsson skrifar

Þá er komið að því.

Næstkomandi laugardag gengur þjóðin til sveitarstjórnarkosninga og á sá vissulega völina sem á kvölina. Hér á Akureyri hefur kosningabaráttan verið stutt en nokkuð snörp. Flestir virðast nokkuð samstíga varðandi framtíð hinnar grænu svæðisborgar en líklega munu landsmálin eitthvað blandast hér inn í sem annars staðar. 

Líklegt hlýtur að vera að menn vilji refsa núverandi stjórnarflokkum fyrir þessa kerfislægu spillingu sem virðist vera fyrir hendi þarna í borgríkinu við Faxaflóa. Það er sennilega ekkert voðalega siðlegt að sparka í liggjandi menn eða lík á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Greyið Vinstri Grænir eru þarna eins og hlýðnir rakkar og um maddömmur Framsókn verður að segja að; “sjaldan launar kálfurinn ofeldið.”

Framsóknarflokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur á norðurlandi eystra fyrir síðustu alþingiskosningar en valdi fótboltaþjálfara úr Kópavogi í stól heilbrigðisráðherra í stað heiðarlegs og vel metins bæjarfulltrúa á Akureyri. Reyndar ber skipan núverandi ríkisstjórnar ekki mikinn svip byggðastefnu þar sem sá ráðherra sem lengst býr frá Reykjavík er af suðurlandsundirlendinu. En byggðarmál verður að taka föstum tökum á næstu árum. Ísland er ekki lítið land eins og einhver Reykvíkingur sagði í nýlegri grein heldur er það stórt en að sönnu fámennt. Þessi staðreynd kallar á nýjar og nútímalegar áherslur í byggðarmálum.

Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Ógn og öryggi í Vestur­bæ

Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifar

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.