Tómstundir í Suðurnesjabæ eru ekki aukaatriði 10. maí 2022 14:30 Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tjáningu og hæfileika. Við viljum auka tómstundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tómstundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðkendum og foreldrum upp á að þurfa að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sandgerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráðamönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstunda- og íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi ekki að velja eina grein þar sem stuðningur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tómstundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tjáningu og hæfileika. Við viljum auka tómstundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tómstundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðkendum og foreldrum upp á að þurfa að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sandgerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráðamönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstunda- og íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi ekki að velja eina grein þar sem stuðningur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tómstundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar