Handbolti

Ísak söðlar um og fer til Eyja

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ísak Rafnsson handsalar samning sinn við Grétar Þór Eyþórsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV,
Ísak Rafnsson handsalar samning sinn við Grétar Þór Eyþórsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV,

Handboltamaðurinn Ísak Rafnsson hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt, FH, og semja við ÍBV. 

Eyjamenn greina frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem segir að samningur Ísaks við félagið sé til þriggja ára. 

Ísak hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en hann lék keppnistímabilið 2018 til 2019 með austurríska liðinu Schwaz Hand­ball Tirol.

Þessi hávaxni og öflugi varnarmaður hefur tengingu við Vestmannaeyjar en unnusta hans er Eyjamærin og fótboltakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem leikur einmitt með FH.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.