Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir afar drjúgir þegar Magdeburg tók skref í átt að titlinum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í kvöld. Vísir/Getty
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í kvöld. Vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk, þar af fjógur úr vítaköstum, fyrir Magdeburg hafði betur 38-36 í miklum spennuleik í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld. 

Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti svo fimm mörkum við í sarpinn hjá Magdeburg sem hefur fjögurra stiga forskot á Kiel á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. 

Magdeburg sem hefur 52 stig eftir 28 leiki á þar að auki leik til góða á Kiel. 

Ómar Ingi skaust með mörkunum níu í þessum leik upp í annað sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en hann skaut þar liðsfélaga sínum hjá landsliðinu Bjarka Má Elíssyni og Niclas Ekberg ref fyrir rass um stundarsakir hið minnsta. 

Hans Lindberg, leikmaður Füchsle Berlin, er markahæstur með 201 mark en Ómar Ingi hefur nú skorað 186 mörk. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.