Skoðun

Kæru Akureyringar

Snorri Ásmundsson skrifar

Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. 

Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra? Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. 

Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. 

Akureyri er fjölskyldu, menninga og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. 

Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. 

Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K.

Höfundur er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.