Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun