Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin um söluna kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við söluráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Erlend löggjöf kann að gilda um réttarsamband erlendra umsjónaraðila og söluráðgjafa við eigin viðskiptavini. Þó samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í ríkisbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna auk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða einstaklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Bankasýslunnar og innti af hendi störf sem fjármálaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á viðskiptunum. Tilboðsgjöfum voru ekki sett nein sjálfstæði skilyrði sem voru sanngjörn og um að þeir nytu jafnræðis. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögulegir kaupendur að eignarhlut svo að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Jafnræði verður best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Söluráðgjafar seldu fagfjárfestum af viðskiptamannalistum sínum. Kaupendahópurinn var því minni en kröfur sögðu til um. Eftir söluna var spurt í hverja var hringt. Reynt var að halda upplýsingum um smáfjárfestana leyndum með vísan til persónuverndarlaga og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyrir skýra nauðsyn um almannahagsmuni og kröfu um gegnsæi í lögum um söluna. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lærdómurinn af Hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka Íslandsbankasöluna án tafar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar, lögfræðingur og LL.M. í fjármálarétti frá University of Pennsylvania. Löggiltur verðbréfamiðlari og hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu, efnahagsbrotadeild og norrænu bönkunum DNB og Nordea.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun