Enn ein hindrun skarðabarna og foreldra Sif Huld Albertsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:16 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun