Vanþekking á málefninu eða einbeittur brotavilji Sif Huld Albertsdóttir skrifar 18. mars 2021 08:02 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar