Mun gjósa á nýjan leik í Eyjum? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2022 08:00 Það verður ekkert gefið eftir í Eyjum í kvöld. vísir/vilhelm Annar leikur ÍBV og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildar karla fer fram í kvöld og ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá verða læti í Eyjum í kvöld. Liðin spiluðu frægan leik í Eyjum árið 2019 sem endaði með því að fjögur rauð spjöld fóru á loft. Það varð allt gjörsamlega brjálað. Sá leikur dró dilk á eftir sér því Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann eftir umdeilt atvik er hann féll í gólfið með Heimi Óla Heimissyni, línumanni Hauka. Í kjölfarið gengu skeytin á milli félaganna í fjölmiðlum og mikill hiti var í öllum samskiptum sem og í stúkunni í næsta leik. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á dögunum en eins og við mátti búast var hiti í leiknum. Þar komu líka upp atvik þar sem Kári Kristján og Heimir Óli komu við sögu. Kunnuglegt stef. Ólafur Ægir Ólafsson fór með hnéð í kviðinn á Kára og svo féll Heimir Óli með miklum tilþrifum eftir að hafa verið nánast klæddur úr treyjunni. Eyjamenn vildu meina að þar hefði Heimir Óli kryddað hlutina fullmikið. Sjá má þau atvik hér að neðan. Klippa: Umdeild atvik í leik eitt hjá Haukum og ÍBV Það er augljóslega mjög grunnt á því góða milli félaganna og hitastigið verður klárlega hátt í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og sviðsljósið örugglega talsvert á línumönnunum sterku. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan verður í Eyjum og mun byrja að hita upp klukkan 17.30. Hér að neðan má sjá umræðu Seinni bylgjunnar um hitann á milli félaganna. Klippa: Seinni bylgjan um hitann á milli ÍBV og Hauka Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Liðin spiluðu frægan leik í Eyjum árið 2019 sem endaði með því að fjögur rauð spjöld fóru á loft. Það varð allt gjörsamlega brjálað. Sá leikur dró dilk á eftir sér því Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann eftir umdeilt atvik er hann féll í gólfið með Heimi Óla Heimissyni, línumanni Hauka. Í kjölfarið gengu skeytin á milli félaganna í fjölmiðlum og mikill hiti var í öllum samskiptum sem og í stúkunni í næsta leik. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á dögunum en eins og við mátti búast var hiti í leiknum. Þar komu líka upp atvik þar sem Kári Kristján og Heimir Óli komu við sögu. Kunnuglegt stef. Ólafur Ægir Ólafsson fór með hnéð í kviðinn á Kára og svo féll Heimir Óli með miklum tilþrifum eftir að hafa verið nánast klæddur úr treyjunni. Eyjamenn vildu meina að þar hefði Heimir Óli kryddað hlutina fullmikið. Sjá má þau atvik hér að neðan. Klippa: Umdeild atvik í leik eitt hjá Haukum og ÍBV Það er augljóslega mjög grunnt á því góða milli félaganna og hitastigið verður klárlega hátt í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og sviðsljósið örugglega talsvert á línumönnunum sterku. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan verður í Eyjum og mun byrja að hita upp klukkan 17.30. Hér að neðan má sjá umræðu Seinni bylgjunnar um hitann á milli félaganna. Klippa: Seinni bylgjan um hitann á milli ÍBV og Hauka
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira