Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa 3. maí 2022 08:46 Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar