Hækkum þjónustustigið og tökum aftur forystu í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 2. maí 2022 09:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar