Lífið samstarf

Fagna fjögurra ára afmæli The House of Beauty - Afsláttarsprengja og opið hús í dag

The House of Beauty

Líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty er ein sinnar tegundar á Íslandi og hlaut nýverið verðlaun sem besta líkamsmeðferðarstofan árið 2022 hjá World Salon Awards. Nú fagnar stofan 4. ára afmæli í dag þann 1. maí og af því tilefni býður The House of Beauty upp á veglegan afslátt, ráðgjöf og léttar veitingar.

„Nú geta áhugasamir nýtt tækifærið og kíkt í heimsókn til okkar í dag á afmælisdaginn 1. maí, á milli kl. 14 – 17. Hægt er að spjalla við meðferðaraðila á staðnum sem gefur persónulega ráðgjöf við val á meðferðum sem henta markmiðum hvers og eins og næla sér í meðferðir og/eða meðferðarpakka á frábærum afmæliskjörum. Það er um að gera að nýta tækifærið því erfiðara er að fá tíma með stuttum fyrirvara í t.d. fría mælingu og ráðgjöf vegna anna," segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi The House of Beauty.

Áhugasamir geta fengið allar upplýsingar á Facebook viðburðinum hér.

Þeir sem ná ekki að koma við hjá The House of Beauty í dag þurfa ekki að örvænta því allir getir nýtt sér afmælistilboðin og verslað á vefsíðu The House of Beauty. Kortin og meðferðirnar renna ekki út og því er hægt að nýta þegar það hentar.

„Við sérhæfum okkur í því að bjóða upp á öflugar líkamsmeðferðir. Þar er okkar fókus. Við viljum vera best í því sem við erum að gera og setjum því alla okkar krafta í meðferðir eingöngu fyrir líkamann. Að auki erum við stöðugt að bæta við okkur þekkingu til að fylgjast með þeirri hröðu þróun sem á sér stað í þessum geira,“ segir Sigrún Lilja.

Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur þekkja margir sem stofnanda hönnunarmerkisins Gyðja Collection. Í dag rekur hún líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty sem er orðin einn af vinsælli viðkomustöðum Íslendinga sem vilja bæta líkamlega formið hvort sem það á við heilsu eða útlit.

Árangurssögur The House of Beauty hlaupa á hundruðum

„Við þrýstum aldrei á viðskiptavini til að fá að birta fyrir og eftir myndirnar og fara margir í gegn með glæstan árangur sem aðeins þeir vita af. Það fylgir bara trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt miðað við það sem við sérhæfum okkur í, sem eru líkamsmeðferðir. En sumir eru til í að leyfa okkur að birta myndirnar og leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera alla daga og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún.

Ótrúlegur munur á sex vikum

Þessi glæsilega kona kom til okkar sem módel í sex vikna pakka eftir áramót. Hún byrjaði 24. janúar og kláraði 4. mars og árangurinn er stórglæsilegur. 

Pakkinn hennar innihélt:

 • 12 skipti í Totally Laser Lipo
 • 6 skipti í fitform
 • 6 skipti í Msculpta
 • 6 skipti í Velashape
 • 6 skipti í Lipomassage

Hún kom til okkar í Totally Laser Lipo 2x í viku til að vinna á staðbundinni fitu á kvið og fór fyrstu þrjár vikurnar í Msculpta beint á eftir til að þétta, grenna og móta kviðinn eins vel og kostur er. Síðari þrjár vikurnar kom hún svo í fitform beint á eftir lasernum til að vinna í vöðvastyrkingu og húðþéttingu á öllum líkamanum. Að auki kom hún svo 1x í viku í Velashape þar sem unnið var að því að þétta og stinna lausa húð á lærum og höndum og fór svo í Lipomassage Silkligth beint á eftir þar sem allur líkaminn var tekinn.

Glæsilegur árangur eftir áramótin

Þessi glæsilega kona kom til okkar sem módel í 6 vikna prógramm sem teygðist yfir 8 vikur. Hún byrjaði 24. janúar og kláraði 25. mars.

Pakkinn hennar innihélt:

 • 12 skipti í Msculpta
 • 12 skipti í Lipomassage
 • 12 skipti í Velashape

Alþjóðleg verðlaun sem besta líkamsmeðferðarstofan

The House of Beauty hlaut nýverið verðlaun sem „Best Body Shaping Salon 2022“ frá World Salon Awards. „Þetta er í raun alveg ótrúlega magnað, enda vissi ég ekki að þessi verðlaun væru til. Við fengum póst frá þeim rétt eftir jólin þar sem okkur var tilkynnt að við værum tilnefnd til þessara verðlauna. Þeir báðu um ýmiss konar upplýsingar um okkar vinnu, hreinlæti, starfsemi í kóvid, fyrir og eftir myndir og margt fleira. Þeir eru svo með dómara í hverju landi sem tekur þetta út. Þann 1. mars var okkur svo tilkynnt að við hefðum hlotið verðlaunin. Við erum ofboðslega stolt af þessum árangri og þetta gefur okkur aukið búst til að vilja gera enn betur og halda áfram á þessari braut. Starfsfólkið hjá The House of Beauty á algjöran heiður skilinn fyrir þeirra ómetanlega framlag sem gerir stofuna að því sem hún er og þá þökkum við líka sérstaklega okkar kæru viðskiptavinum, því án þeirra værum við ekkert.“ segir Sigrún stolt.

Líkamsmeðferðir með öfluga virkni

Hjá The House of Beauty eru í boði sjö mismunandi líkamsmeðferðir sem ætlað er að vinna að mismunandi markmiðum. Það eru Lipomassage Silklight, Velashape II, Msculpta Pro, Led húðmeðferð, Totally lazer Lipo og Fitform ásamt Mystic tan brúnkuklefanum. Sigrún segir að meðferðaraðilar The House of Beauty veiti viðskiptavinum góða ráðgjöf um það hvaða meðferðir séu áhrifaríkastar í samræmi við þau markmið sem hver og einn hefur.

„Kúnnahópurinn okkar nær alveg frá um 25 ára aldri og upp úr, við fáum í raun fólk til á okkar á öllum aldri. Viðskiptavinir skiptast aðallega í tvo hópa þegar þeir byrja hjá okkur. Annar hópurinn er að leita eftir útlitslegum árangri að mestu, á meðan hinn hópurinn leitar eftir heilsufarslegum árangri. En svo er bónusinn við markmið viðkomandi að auki oft bætt heilsa og bætt útlit.

„Við höfum líka sett saman hentuga meðferðarpakka sem henta fyrir fólk sem vill vinna á ýmsum algengum vandamálum. Þar má nefna tummy tuck, mini tummy tuck, brúðar makeover, fitness pakki og fleira. Pakkarnir einfalda hlutina fyrir viðskiptavini og með þeim getum við boðið fólki upp á betri kjör á meðferðunum þegar verslaður er heill meðferðarpakki. Þá veit fólk líka hvað það er að ganga út í tímalega séð og fjárhagslega áður en það byrjar. Við hvetjum þó til þess að koma í mælingu og ráðgjöf til okkar og fá persónulega aðstoð frá meðferðaraðila. Við bjóðum öllum að koma í fría ráðgjöf án allra skuldbindinga."

Í ráðgjöfinni hittir þú meðferðaraðila sem skoðar þín markmið og ráðleggur þér með prógramm í samræmi við það. Suma langar að komast í form fyrir sumarið og aðra langar að líta vel út fyrir brúðkaupsdaginn. Sumir glíma t.d. við lausa húð á kviðnum eftir barnsburð eða þyngdartap á meðan aðrir vilja losna við staðbundna fitu sem þeir ná ekki að vinna á í ræktinni. Í sumum tilfellum er fólk að koma hingað sem síðasta úrræðið áður en það leggst undir hnífinn.

Lýtalæknar hafa einnig verið að vísa á okkur sem er mjög ánægjulegt. Það getur sem dæmi verið sniðugt að koma til okkar í lipomassage sogæðameðferð, til að losa út vökva og bólgur eftir aðgerð.“

70,5 cm á 10 vikum

Þessi elskulega kona kom til okkar sem módel í tíu vikna pakka með sex vikna samkomubanns-pásu í millitíðinni. Hún byrjaði 18. september 2021 og kláraði því 15. janúar síðastliðinn.

Hennar markmið var að vinna á kvið og lærum ásamt húð á öllum líkamanum. Prógrammið sem við settum upp fyrir hana með þessi markmið í huga var 10 vikna pakki. Hún kom til okkar þrisvar í viku í eftirfarandi meðferðir:

 • 20 skipti af Totally Laser Lipo
 • 20 skipti af Fitform
 • 10 skipti af Lipomassage Silklight
 • 10 skipti af velashape

Tvisvar í viku kom hún í Totally Laser Lipo til að vinna á kviðfitu og fór beint á eftir í Fitform til að stinna og styrkja vöðva. Einu sinni í viku kom hún í Velashape þar sem unnið var á kvið og lærum. Hún fór svo beint á eftir í Lipomassage Silkligth þar sem unnið var á öllum líkamanum til að stinna, styrkja, þétta húðina og móta líkamann.

Árangurinn er glæsilegur en hún tapaði 70,5 cm í heildina og þar af 16,5 cm í mittinu. Að auki missti hún 15 kg sem er góður bónus.

Ekki fyrir alla

Sigrún segir það mikilvægt að meðferðaraðili og viðskiptavinur séu á sömu blaðsíðu hvað varðar væntingar. 

Eru líkamsmeðferðirnar ykkar fyrir alla? 

„Nei er í raun stutta svarið. Þumalputtareglan er sú að þinn árangur er okkar markmið. Ef tilskilinn árangur næst ekki fljótlega eftir að prógramm hefst er mikilvægt að láta meðferðaraðila vita svo hægt sé að gera breytingar á prógramminu. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við. Þá ræðum við saman og finnum út hvað veldur og breytum meðferðarprógramminu ef þarf.

Fókusinn hjá okkur er ekki sá að viðskiptavinir missi ákveðinn fjölda kílóa, heldur aðstoðum við þá við að vinna að staðbundnum breytingum á fitusöfnun, slappri húð, bjúg, bólgum, slitum og ýmsu öðru. Við fókusum frekar á að árangur sjáist með berum augum og á myndum heldur en að missa ákveðinn fjölda kílóa, þrátt fyrir að það sé oft góður bónus með. Árangur byggist á samstarfi meðferða, meðferðaraðila og viðskiptavinar,“ segir hún.

Er gerð krafa um hreyfingu eða sérstakt mataræði?

„Við brýnum fyrir fólki að heilsan okkar og útlitið eru nátengd fyrirbæri. Því hvetjum við fólk til þess að stunda heilbrigðan lífstíl og gefum góð ráð og hvatningu meðfram meðferðunum hjá okkur, því það mun alltaf hjálpa til við endanlegan árangur. En við gerum þrátt fyrir það enga kröfu um líkamsrækt eða sérstakt mataræði enda geta einfaldlega ekki allir stundað líkamsrækt sem koma til okkar af heilsufarslegum ástæðum.

Mikilvægur hluti í upphafi meðferðarprógramms er heilsufarsskýrsla sem allir fylla út, og eins þegar komið er í mælingu og ráðgjöf. Heilsan spilar gífurlega stóran þátt í öllu sem við gerum og árangri þar meðtöldum. Til dæmis, ef einstaklingur safnar miklum vökva og bjúg, getur það verið vísbending um að sogæðakerfið virki ekki alveg sem skyldi. Sogæðakerfið spilar stóran þátt í því að losa út fitu sem líkaminn brennir. Ef viðkomandi vill til dæmis vinna á staðbundinni fitu og fer í leiser hjá okkur, en sogæðakerfið er stíflað, þá er hætt við að árangurinn verði töluvert hægari en hjá einstaklingi þar sem sogæðakerfið er uppá tíu. Í fyrra tilfellinu nær líkaminn ekki að losa sig vel við fituna sem við erum að brjóta niður. Því er mikilvægt fyrir okkur að reyna að átta okkur vel á stöðunni áður en viðkomandi byrjar hjá okkur, svo að það sé hægt að leiðbeina sem best með hvað muni virka vel fyrir viðkomandi áður en prógramm hefst. Í tilfelli sem þessu, ef að í ljós kemur að sogæðakerfið sé ekki uppá sitt besta, myndum við ráðleggja viðkomandi að byrja hjá okkur í sogæðameðferðinni Lipomassage Silklight til að koma því í gang, áður en við förum að vinna í að brjóta niður fitu.

Ef fólk er búið að kaupa pakka á vefnum okkur þegar það kemur í fyrsta tímann eða ráðgjöf, en við mælum með breytingu eftir útkomu heilsufarsskýrlsu, þá er minnsta mál að breyta pakkanum eða aðlaga hann að viðkomandi. Pakkarnir hjá okkur renna ekki út og að auki er hægt að breyta meðferðum í þeim ef þörf er á. Mottóið okkar er „þinn árangur er okkar markmið“ og við viljum að fólk nái sínum markmiðum hjá okkur og því vinnum við statt og stöðugt að því. Við gefum góð ráð hvað varðar t.d. vatnsdrykkju, gufu og ýmis önnur trix til að bæta heilsuna og hjálpa til við að hámarka árangur hvers og eins. Svo hvetjum við viðskiptavini til dáða í ferlinu og það hefur alltaf jákvæð áhrif líka,“ segir Sigrún.

Undra meðferðin sem hjálpar mörgum gigtarsjúklingum

Ein af okkar allra vinsælustu meðferðum er án efa Lipomassage Silkligth. En það er ein öflugasta sogæðameðferð sem þú kemst í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun og staðbundna fitu þá er þetta meðferðin sem mjög margir kjósa að koma í til að halda niðri verkjum t.d. vegna gigtar eða stoðkerfisvandamála. Við fáum marga gigtarsjúklinga til okkar vikulega sem ná að halda niðri verkjum með því að koma í þessa meðferð og sumir geta jafnvel minkað lyf á móti sem er auðvitað alltaf markmiðið."

Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg. Það skemmtilegasta í þessu öllu saman er að sjá þegar fólk nær bata í heilsunni. Eftir að hafa sjálf misst heilsuna og þurft að berjast fyrir að ná henni aftur þá fyrst gerir maður sér grein fyrir hversu verðmæt heilsan okkar er. Það er því eitt af þessu sem ég brenn fyrir í dag, að leggja mitt af mörkum við að aðstoða fólk við að byggja upp heilsu og þessi meðferð er þar gríðarlega öflugt tæki enda telja jákvæðar reynslusögur í dag örugglega hundruðum,“ Segir Sigrún Lilja.

Nýjasta meðferðin sýnir árangur á vöðva uppbyggingu sem aldrei fyrr

Sigrún hefur nú bætt við glænýrri og byltingarkenndri meðferð sem nefnist Msculpta PRO. Meðferðin byggir upp vöðva og losar fitu á undarverðan hátt með rafsegulbylgjum.

„Mscultpa PRO er gríðarlega öflug meðferð til að byggja upp vöðva og brenna fitu með nýrri og byltingarkenndri rafsegultækni eða svokallaðri HIFEM tækni.“ Segir Sigrún og heldur áfram.

„Meðferðin er með þeim öflugri sem við höfum komist í tæri við á þessu sviði, að byggja upp og móta vöðva. Meðferðin er talin jafnast á við að gera 50.000 uppsetur (kvið) eða hnébeygjur (rass) á 30 mínútum meðan þú liggur og slakar á. Segir hún.

En hvaða svæði er hægt að meðhöndla með Msculpta PRO?

„Kviður og rassinn eru allra vinsælustu svæðin. Á maganum er bæði verið að vinna að því að framkalla sýnilega kviðvöðva ásamt því að meðferðin þéttir slitna kviðvöðva eftir t.d. barnsburð sem að hingað til hefur oftast aðeins verið hægt að laga með aðgerð. En við erum að sjá að meðferðin er að ná gríðarlegri þéttingu á gliðnuðum kviðvegg og kviðvöðvum sem er alveg magnað.

Svo er það auðvitað til að byggja kúlurassinn. En meðferðin byggir upp rass vöðvana til að fá stærri, stinnari og mótaðri rass og hefur því gjarnan verið líkt við svokallaðri brazilian buttlift meðferð og það er gríðarlega gaman að sjá hvað við erum að ná góðri lyftingu og uppbyggingu á rassinum með meðferðinni. En þar sem meðferðin er með fjögur handföng vinnum við líka með aukasvæði í hverri meðferð sem oftar en ekki eru þá læri, hendur, axlir eða kálfar,“ Segir Sigrún

Afsláttur af ÖLLUM meðferðum og pökkum í tilefni 4. ára afmælis og vel valdar afmælisbombur á risa afslætti

Í tilefni af því að The House of Beauty eru 4. ára hafa þau sett í loftið sannkallað afmælistilboð. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja í heimsókn á afmælisdaginn í dag þann 1.maí og spjalla við meðferðaraðila á staðnum sem gefa persónulega ráðgjöf með val á meðferðum sem henta markmiðum hvers og eins og næla sér í meðferðir og/eða meðferðarpakka á frábærum afmæliskjörum í leiðinni.

Léttar veitingar verða á boðstólnum bæði í föstu og fljótandi formi en húsið verður opið fyrir gesti og gangandi frá

kl. 14:00-17:00 þann 1.maí á stofunni í Fákafeni 9 uppá 2.hæð.

Allir sem koma og versla á staðnum á afmælisdaginn fá að auki kaupauka, frían tíma í meðferðir með kaupunum.

Áhugasamir geta fengið allar upplýsingar á Facebook viðburðinum hér

Þeir sem ná ekki að koma við hjá The House of Beauty í dag þurfa ekki að örvænta því allir getir nýtt sér afmælistilboðin og verslað á vefsíðu The House of Beauty. Kortin og meðferðirnar renna ekki út og því er hægt að nýta þegar það hentar.

Fyrir þá sem vilja bóka sér tíma í fría mælingu og ráðgjöf hjá sérfræðingi geta gert það á einfaldan hátt á bókunarsíðu The House of Beauty .

Taktu þátt í afmælisgjafaleik The house of Beauty
hér

Á instagramsíðu stofunnar má sjá fjölda fyrir og eftir mynda viðskiptavina The House of Beauty.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.